22/12/2024

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er runninn upp, rétt eina ferðina. Veðurhorfur í dag á Ströndum er þær að gert er ráð fyrir norðan 5-10 m/s og súld eða dálítilli rigningu eða súld með köflum. Hiti verður 5-10 stig. Hátíðadagskrá hefur verið auglýst á Hólmavík og þjóðhátíðarkaffihlaðborð verður á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag frá 14-18. Eins hefur okkur borist tilkynning um þjóðhátíðarkaffi á Reykjanesi við Djúp og í Bjarkalundi hefst árleg 17. júní skemmtun íbúa Reykhólahrepps kl. 14:00. Dagskráin á Hólmavík fer hér á eftir:

Dagskráin á Hólmavík:

Kl. 11 – Kappsund í Sundlauginni á Hólmavík
Kl. 13 – Blöðrur, fánar, trampólín og andlitsmálun í hvamminum við kirkjuna
Kl. 14 – Skrúðganga að Íþróttamiðstöðinni, ávarp, leikir og fjör í lauginni
kl. 19:30-21:00 – Sundlaugarpartí