22/12/2024

Generalprufa fyrir Góugleði

Generalprufa fyrir skemmtiatriðin á Góugleði sem verður í kvöld, laugardag, verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 14:00 í dag. Vill Góunefndin koma því á framfæri að börn og unglingar Í Hólmavík og nágrenni sem ekki komast á gleðina mega mæta þar og fylgjast með prufukeyrslu á skemmtiatriðunum, en aldurstakmark á skemmtunina sjálfa er 18 ár. Æfingar hafa gengið vel og er búist við góðri skemmtun í kvöld.