22/12/2024

Galdramaður af Ströndum kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Galdramaður af Ströndum Á morgun laugardaginn 10. mars mun Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinsonar ljúka upp dyrum ævintýraheima þar sem kóngar, drottningar, álfar, tröll, galdramenn og furðulegustu kynjaverur halda til. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast klukkan 15:00. Þar munu strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveinsins, Dimmalimm leika á flautu, uglan hans Harry Potter taka flugið, næturdrottningin syngja aríu og galdramaður af Ströndum kemur fram og kveður niður drauga og forynjur.  

Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
Einsöngur: Viera Manasek
Einleikari: Björg Brjánsdóttir
Kynnir: Skúli Gautason

Höfundur og verk:

Wolfgang Amadeus Mozart: Töfraflautan, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart: Aría Næturdrottningarinnar
Paul Dukas: Lærisveinn galdrameistarans
Camille Saint-Saëns: Dance Macabre
Hector Berlioz: Nornadans úr Symphonie fantastique
Atli Heimir Sveinsson: Intermezzo úr Dimmalimm
John Williams: Harry Potter, Hedwigs theme