22/12/2024

Fundur um stefnu og framtíðarsýn í ferðamálum

Kotbýli kuklarans

Boðað er til fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu, miðvikudaginn 11. mars, kl 15:00-17:00 í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Á fundinum verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu. Mikilvægt er að ferðaþjónar hafi aðkomu að verkefninu og geti komið á framfæri ábendingum og leiðum til að efla ferðaþjónustuna og gera hana alþjóðlega samkeppnishæfa. Það eru Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem boða til fundarins.

Verkefnahópi ráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ætlað gera tillögu að stefnu og framtíðarsýn til lengri tíma og aðgerðaráætlun til skemmri tíma. Stefnt er að því að niðurstöður vinnunnar liggi fyrir í byrjun júní nk. Ferðaþjónar á Ströndum og nágrenni sem tækifæri hafa eru hvattir til að mæta, auk þess sem allir áhugamenn um málaflokkinn eru hjartanlega velkomnir. Miklar væntingar eru um víðtækt samstarf við mótun stefnunnar. Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson (thorp@thorpconsulting.is).

Sjá nánar á www.ferdamalastefna.is