22/12/2024

Framlög jöfnunarsjóðs á Strandir

Nú styttist óðum í sveitarstjórnar-kosningar og því gott fyrir almenning og væntanlega frambjóðendur að rifja upp hina ýmsu málaflokka sem sveitarstjórnarmenn fást við. Verulegur hluti tekna sveitarfélaganna á Ströndum kemur í gegn um Jöfnunarsjóð og eru tilkomin til að styrkja ýmsa þætti í rekstri sveitarfélaga, svo sem skólaakstur og snjómokstur í þéttbýli. Á Ströndum fá sveitarfélög líka töluverð framlög vegna fjarlægða innan sveitarfélaga og eru þau hugsuð til að auðvelda sveitarfélögum að halda upp jöfnu þjónustustigi í dreifibýli og þéttbýli. Stjórn Jöfnunarsjóðs hefur fyrir allnokkru gefið út áætlun um framlög til sveitarfélaga á árinu 2006, eins og sjá má í töflu hér að neðan.

Gert er ráð fyrir að skipting útgjaldajöfnunarframlaga til Strandahreppa verði með þessum hætti árið 2006:

 

Íbúafj.

Íbúafj.

Fjarl. innan

Skóla-

Fækkun

Snjóm.

 

Sveitarfélag

des.05

framlög

sv.fél

akstur

íbúa

í þéttbýli

Samtals

Árneshreppur

50

282.034

146.264

106.790

0

0

535.088

Kaldrananeshreppur

112

2.272.780

2.804.026

491.692

212.912

422.039

6.203.448

Bæjarhreppur

105

2.673.735

319.142

7.982.796

0

0

10.975.673

Broddaneshreppur

53

1.316.393

390.444

2.069.402

0

0

3.776.239

Hólmavíkurhreppur

447

10.576.003

9.234.906

4.500.937

809.066

740.124

25.861.035

Til viðbótar við þessi framlög koma svo m.a. grunnskólaframlög og framlög vegna lægri tekna sveitarfélaga af fasteignum.  Þessar upplýsingar er að finna í heild á slóðinni: www.felagsmalaraduneyti.is/sjodir/jounarsj-veitarfe/uthlutanir/ 
Lesendur strandir.saudfjarsetur.is geta svo glöggvað sig á úthlutunarreglunum og hvað er í raun og veru verið að styðja við með úthlutunum úr Jöfnunarsjóði með því að skoða 13. gr. reglugerðarinnar um Jöfnunarsjóðinn:
 
13. gr.

Í byrjun janúar skal gerð áætlun um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu. Áætlunin skal byggð á upplýsingum um tekjur sjóðsins á fjárlögum ársins og íbúaskrá sveitarfélaganna 1. desember árið á undan, ásamt öðrum þeim gögnum sem byggt er á við útreikning framlaga.

Útgjaldajöfnunarframlög skal skerða hjá þeim sveitarfélögum sem hafa hlutfallslega háar tekjur á íbúa miðað við önnur sveitarfélög. Skerðingin hefst þegar meðaltekjur á íbúa, miðað við fullnýtingu tekjustofna sveitarfélags, eru 4% yfir meðaltali í hverjum viðmiðunarflokki skv. 2. mgr. 12. gr. Framlög falla niður þegar meðaltekjur á íbúa eru 30% yfir meðaltali. Skerðing innan þessara marka skal vera hlutfallsleg.

Hlutfallsleg skipting þess fjár sem er til ráðstöfunar samkvæmt þessari grein ræðst af eftirfarandi:

Viðmið:
Hlutfall af heild:
1. 
Fjöldi íbúa á aldrinum 0–5 ára
24,4%
2. 
Fjöldi íbúa á aldrinum 6–15 ára
17,6%
3. 
Fjöldi íbúa á aldrinum 16–66 ára
5,9%
4. 
Fjöldi íbúa á aldrinum 67–80 ára
7,5%
5. 
Fjöldi íbúa á aldrinum 81 árs og eldri
4,9%
6. 
Fjöldi innflytjenda á aldrinum 0–5 ára
2,0%
Samtals íbúatengd framlög:
62,3%
7. 
Fjarlægðir innan sveitarfélaga
8,8%
8. 
Fjöldi þéttbýlisstaða umfram einn
2,9%
9. 
Skólaakstur úr dreifbýli
21,5%
10. 
Fækkun íbúa
2,0%
11. 
Snjómokstur í þéttbýli
2,5%
Alls:
100%

Skýringar á útreikningi framlaga:
a. Íbúatengd framlög: Við útreikning íbúatengdra framlaga, sbr. 1.–6. tölul., skal byggja á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda í sveitarfélagi í viðkomandi aldurshópi. Framlag til hvers sveitarfélags tekur mið af hlutfallslegum íbúafjölda þess af heildaríbúafjölda á landinu öllu innan hvers viðmiðunarflokks. Þegar lokið er útreikningi íbúatengdra framlaga samkvæmt framangreindu skal umreikna þau með tilliti til stærðar hvers sveitarfélags, á grundvelli eftirfarandi stuðla sem byggjast á íbúafjölda sveitarfélags. Stuðlarnir eru fundnir þannig (sjá fylgiskjal 1):
Sveitarfélög með færri en 2.400 íbúa fá stuðulinn 1,0.
Sveitarfélög með 2.400–9.000 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 1,0–0,215.
Sveitarfélög með 9.000–15.000 íbúa fá stuðulinn 0,215.
Sveitarfélög með 15.000–22.000 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 0,215–0.
Sveitarfélög með fleiri en 22.000 íbúa fá stuðulinn 0.

b. Fjarlægðir: Við mat á útgjaldaþörf sveitarfélags skal taka tillit til fjarlægða innan sveitarfélags og hlutfalls íbúa í þéttbýli og dreifbýli. Fjarlægðir í sveitarfélögum skulu mældar á eftirfarandi hátt:

1) Settir skulu punktar á ystu mörk sveitarfélags, þó aldrei lengra en á ystu mörk byggðar, í norðri, austri, suðri og vestri, eða annars staðar eftir aðstæðum í sveitarfélagi.
2) Vegalengdir skulu mældar frá þessum punktum miðað við stystu akstursleið að stærsta þéttbýliskjarna sveitarfélags eða miðpunkti þess ef enginn þéttbýliskjarni er í sveitarfélaginu.
3) Þannig mældar vegalengdir skal síðan margfalda með stuðlum sem eru mismunandi eftir sveitarfélögum og miðast við hlutfall íbúa í þéttbýli og dreifbýli. Heimilt er að líta eingöngu á stærsta þéttbýlisstaðinn eða -staðina sem þéttbýli. Stuðlana skal reikna þannig:
i) Sveitarfélög með hlutfall þéttbýlis frá 0 til 50 fá stuðul hlutfallslega á bilinu 0,1–1,0.
ii) Sveitarfélög með hlutfall þéttbýlis frá 50 til 90 fá stuðulinn 1,0.
iii) Sveitarfélög með hlutfall þéttbýlis frá 90 til 100 fá stuðul hlutfallslega á bilinu 1,0–0,0.

c. Fjöldi þéttbýlisstaða umfram einn: Við útreikning skal taka tillit til sérstakrar útgjaldaþarfar sveitarfélaga sem halda þurfa úti þjónustu á fleiri en einum þéttbýlisstað innan sveitarfélagsins. Útreikningum skal þannig hagað að fjármagn skiptist hlutfallslega á eftirfarandi hátt:

i) 60% skal skipta á grundvelli íbúafjölda í þéttbýlisstöðum umfram einn.
ii) 40% skal skipta eftir fjölda þéttbýlisstaða umfram einn í hverju sveitarfélagi.

d. Skólaakstur úr dreifbýli: Útreikningur framlaga byggist á upplýsingum frá sveitarfélögum um fjölda grunnskólabarna í dreifbýli sveitarfélags, sem eiga heimili lengra en 3,0 km frá skóla, miðað við 1. október ár hvert. Framlög taka mið af samanlagðri akstursvegalengd frá heimili einstakra grunnskólabarna í dreifbýli sveitarfélaga að skóla og fjölda barna í akstri. Við útreikning framlaga er vægi samanlagðra akstursvegalengda 90% en vægi fjölda barna í akstri 10%.

e. Fækkun íbúa: Ef íbúum sveitarfélags hefur á síðustu þremur árum fækkað samtals um a.m.k. 15 íbúa og ársfækkun íbúa á sama árabili er að meðaltali meiri en 1% af íbúafjölda sveitarfélagsins, skal reikna út framlag vegna fólksfækkunar. Framlag byggist á samtals fjölda sem fækkar um síðustu þrjú ár umfram 15.
Skerðing á grundvelli tekna, sbr. 2. mgr. þessarar greinar, skal ekki eiga við um útreikning þessa þáttar útgjaldajöfnunarframlaga.

f. Snjómokstur í þéttbýli: Framlögum skal úthlutað til sveitarfélaga á snjóþyngstu svæðum landsins vegna útgjalda af snjómokstri, á grundvelli vinnureglna sem ráðherra setur skv. tillögum ráðgjafarnefndar og að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.