22/12/2024

Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn byrja vel

Ekki er annað að sjá en framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn fari vel af stað, en þær hófust í vikunni. Fádæma gott veður hefur verið síðustu daga og á annan tug stálþilsplatna eru komnar á sinn stað. Tveir starfsmenn Ísar ehf eru á staðnum og vinna að verkefninu til að byrja með, en fyrirhugað er að heimamenn komi að ákveðnum verkþáttum. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is var á ferð með myndavélina í blíðunni í dag, smellti af nokkrum myndum af framkvæmdunum og kíkti í kaffiskúrinn.

Hólmavíkurhöfn

frettamyndir/2011/640-hafnarfram5.jpg

frettamyndir/2011/640-hafnarfram1.jpg

Framkvæmdir við Hólmavíkurhöfn – Ljósm. Jón Jónsson