23/12/2024

Framkvæmdir við Gjögurflugvöll boðnar út

580-gjogur7

Ríkiskaup hefur auglýst útboð á verkefni við endurbætur og lagningu bundins slitlags á flugbrautina á Gjögurflugvelli. Verkið felst í að fjarlægja núverandi slitlag, rétta af þversnið, leggja burðarlag og tvöfalda klæðingu á flugbraut, akbraut og snúningsplön við enda flugbrautar, samtals um 25.000 fermetra. Einnig að leggja styrktarlag í flughlað og snúningshausa, afréttingarlag á flugbraut og malarslitlag á öryggissvæði við enda flugbrautar. Verkkaupi leggur til steinefni í styrktarlag, burðarlag, klæðingu og malarslitlag. Einnig skal leggja lagnir vegna ídráttarrörakerfis fyrir flugbrautarlýsingu.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 8. apríl 2015. Tilboð verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska 21. apríl 2014 kl. 15.00 hjá Ríkiskaupum.