23/12/2024

Formúlan hefst eftir tvær vikur

Formúlukappaksturinn F1 hefst eftir tvær vikur og fyrsta keppnin er í Melbourne í Ástralíu að venju. Um leið hefst formúluleikurinn sem Strandamenn hafa verið iðnir við að taka þátt í. Fréttavefurinn strandir.saudfjarsetur.is er með samnefnda deild í leiknum að venju þar sem öllum Strandamönnum og öðrum er velkomið að skrá sig í. Á síðasta keppnistímabili stóð deildin strandir.saudfjarsetur.is uppi sem sigurvegari og á ennþá inni verðlaunin sem er þríréttaður hátíðarkvöldverður á völdum stað. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á vef Formúluleiksins en slóðin þar inn er að venju www.formula.is.

 


Jón Gísli Jónsson á Hólmavík  var sigurvegari deildarinnar strandir.saudfjarsetur.is í fyrra og hitteðfyrra. Árið þar áður stóð Veigar Arthúr Sigurðsson uppi sem sigurvegari.