22/12/2024

Flughálka á vegum

Afleit færð er nú á vegum á Ströndum þar sem hellirignir og vegirnir eru ein samfelld svellbreiða. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er flughált í Árneshreppi og á vegum við Bitru, Kollafjörð og Steingrímsfjörð og hálka í Hrútafirði og Bjarnarfirði. Ófært er úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp. Einnig er farið að hvessa og 18 m/s á Ennishálsi nú klukkan 15:00. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is bendir fólki á að fara gætilega og vera helst ekki á ferðinni nema nauðsynlegt sé.