26/12/2024

Fjórðungsþing Vestfirðinga á Bíldudal


Dagana 4.-.5. október var 57. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Bíldudal. Þar komu saman sveitarstjórnarfulltrúar og framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjörðum ásamt gestum sem boðið var til þingsins, alls um 40 manns. Helstu viðfangsefni þingsins að þessu sinni voru Sóknaráætlun Vestfjarða og skipulag á stoðkerfi atvinnulífs og byggða á Vestfjörðum. Kosningar voru á dagskrá þingsins að þessu sinni og var Albertína Elíasdóttir á Ísafirði endurkjörin formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Með henni í stjórn eru Sigurður Pétursson á Ísafirði, Ómar Már Jónsson í Súðavík, Friðbjörg Matthíasdóttir á Bíldudal og Sveinn Ragnarsson í Reykhólahreppi, en hann er nýr stjórnarmaður í stað Jóns Jónssonar í Strandabyggð sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.

Um afrakstur þingsins má fræðast á vef Fjórðungssambandsins á slóðinni www.fjordungssamband.is.