06/01/2025

Fjórði í hamingju

Hamingjudagar á Hólmavík standa enn yfir og nú í þessum rituðum orðum stendur yfir gospelmessa í Hólmavíkurkirkju. Klukkan 2 í dag verður síðan Fjörudagur á Sauðfjársetrinu í Sævangi þar sem farið verður í gönguferð um fjöruna með leiðsögn og hreiður skoðuð og skeljum safnað. Klukkan 2 byrja líka tónleikar með KK og Ellen í Hólmavíkurkirkju. Kl. 16:00 verður fjölskyldufótbolti á Sævangsvelli á vegum Sauðfjársetursins og kaffihlaðborð er milli 14-18.