23/12/2024

Fjöllistamenn í Djúpavík á föstudag

SirkusFöstudaginn 25. júlí kl. 21.00 verður sirkussýning í Síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Þau sem sýna eru Jay Gilligan frá Bandaríkjunum, Mirja Jauhiainen frá Finnlandi og frá Svíþjóð kemur Erik Aberg. Þau eru öll starfandi sirkuslistamenn og kennarar og sýna um allan heim. Sýningin verður með nýstárlegu móti og blönduð við tónlist. Aðgangur er ókeypis. Nánar má fræðast um fjöllistamennina á vefsíðunni www.showboxtour.com. Sýningin fer fram í salnum þar sem skákmót fór fram í júní og ljósmyndasýning hefur verið uppi.