22/12/2024

Finnbogastaðaskóli settur í dag

Af vefsíðu skólans - mynd af nemendunumFinnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum var settur í dag fyrir skólaárið 2008-2009. Elín Agla Briem verður skólastjóri annað árið í röð, en nýr kennari við skólann er Pálína Hjaltadóttir í Bæ í Trékyllisvík. Hún kemur í stað Bjarnheiðar Fossdal á Melum sem hætti í vor eftir meira en þrjátíu ára starf við skólann. Aðeins tveir nemendur verða við skólann í vetur eins og var á síðasta skólaári. Þetta kemur fram á www.litlihjalli.it.is, en vefur skólans er á slóðinni www.strandastelpur.blog.is.