22/12/2024

Ferðaþjónustunámskeið hjá Fræðslumiðstöðinni

Framundan er áhugavert þjónustunámskeið fyrir ferðaþjóna á sunnanverðum Vestfjörðum og Ísafirði í dag og næstu daga. Í dag verður námskeið í  Bjarkalundi í Reykhólahrepp og á Flókalundi á morgun, miðvikudaginn 20. júní. Þriðja námskeiðið verður síðan á Ísafirði fimmtudaginn 21. júní. Leiðbeinandi er Margrét Reynisdóttir og eru námskeiðin kl. 13-17:30 alla dagana. Námskeiðið er styrkt af Starfsmenntaráði og Ferðamálasamtökum Vestfjarða. Allar frekari upplýsingar og skráning á www.frmst.is og í síma 456-5025.