22/12/2024

Ferðaþjónar undirbúa sumarið

Sumarið er komið á Ströndum, ferðaþjónar opna einn af öðrum og mikið af ferðafólki er á sveimi. Tjaldsvæði fyllast af forvitnum ferðamönnum og sumartíminn er hafinn hjá sundlaugum. Mikið var að gera í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík í dag og mikil umferð. Búið er að opna Hólmakaffi og Upplýsingarmiðstöðina á Hólmavík og er hún staðsett í austurhúsi Galdrasýningarinnar eins og síðastliðið sumar. Búið er að breyta húsnæðinu og nú er líka gengið inn á Galdrasýninguna um austurendann. Formleg sumaropnun á veitningarstaðnum Cafe Riis á Hólmavík er á morgun.