22/12/2024

Félagsvist í Tjarnarlundi annan í jólum

Félagsvist verður í Tjarnalundi í Saurbæ í Dölum mánudaginn 26. desember (annan í jólum) klukkan 20.00. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í karla og kvennaflokki og setuverðlaun. Aðgangseyrir er 700 krónur á mann, sjoppa verður á staðnum en enginn posi. Það er Ungmannafélagið Stjarnan sem stendur fyrir vistinni og vonast til að sjá sem flesta hressa og káta.