13/10/2024

Fádæma veðurblíða í Kirkjubólsrétt

Fádæma veðurblíða var þegar réttað var í Kirkjubólsrétt á sunnudaginn og mikið fjölmenni á staðnum. Réttarstörfin gengur því vel fyrir sig og margir sem lögðu hönd á plóginn. Réttarkaffinu á Sauðfjársetrinu í Sævangi voru gerð góð skil eftir vel heppnaðar réttir. Reynir Björnsson í Miðdalsgröf er réttarstjóri í Kirkjubólsrétt.

Réttarstörf í Kirkjubólsrétt – ljósm. Jón Jónsson/strandir.saudfjarsetur.is