22/12/2024

Eyjasigling með nýjan vef

Eyjasigling á Reykhólum er komin með nýjan vef á slóðinni www.eyjasigling.is, en Björn Samúelsson rekur fyrirtækið sem býður upp á bátsferðir og áætlunarsiglingar frá Stað á Reykjanesi út í Skáleyjar, Hvallátur og Flatey. Siglt er á Súlunni sem tekur 19 farþega og eru áætlunarferðir og aukaferðir komnar á fullt. Vefsmiðurinn var sóttur yfir Tröllatunguheiði, en Sögusmiðjan sá um uppsetningu vefjarins.