22/12/2024

Enn eitt hvassviðrið að bresta á

Nú rétt um níuleytið í kvöld tók að hvessa aftur úr suðvestri við Steingrímsfjörð, eftir að veður hafði verið gott í dag á milli lægðanna. Samkvæmt sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum er vindur kominn í 28 m/s á Holtavörðuheiði og búist er við stormi Norðvestanlands seint í kvöld. Draga á úr vindi að nýju seinnipartinn á morgun eða annað kvöld og hlýna á morgun, en nú er vægt frost.  

Mokstursbíll á ferðinni á Djúpvegi um Strandir í dag – ljósm. Jón Jónsson