22/12/2024

Einþáttungar á sviðið í vor

Uppsetning á Dýrunum í HálsaskógiÍ fréttatilkynningu frá Leikfélagi Hólmavíkur kemur fram að á döfinni er að setja upp nokkra einþáttunga á vegum félagsins sem áætlað er að frumsýna í maí. Áhugasamir leikarar eru því beðnir um að gefa sig fram við stjórn félagsins hið fyrsta og ekki seinna en sunnudaginn 30. mars, þar sem hefja á æfingar í byrjun apríl. Endanlegu vali á þáttum er ekki lokið, en verið er að skoða ýmsa möguleika. Heimamenn verða ráðnir til að leikstýra leikþáttunum að þessu sinni.  

Nánari upplýsingar gefa stjórnarmenn í Leikfélagi Hólmavíkur: Ása 456-3626, Svanhildur 451-3178 og Salbjörg 865-3838.