23/12/2024

Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd í kvöld

Í kvöld kl. 19:00 verður söng- og barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi frumsýnt á Hólmavík. Leikritið er samvinnuverkefni Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og hafa stífar æfingar staðið yfir síðustu vikur undir stjórn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur og Bjarna Ómars Haraldssonar. Önnur sýning er á morgun laugardag kl. 15:00 og þriðja sýning í Króksfjarðarnesi á sunnudag kl. 17:00. Leikhópurinn sem samanstendur bæði af unglingum og fullorðnum leikurum vonast eftir að sem allra flestir mæti til að sjá afrakstur erfiðisins. Alls hafa 52 einstaklingar unnið að uppsetningunni.