23/12/2024

Dráttarvéladagurinn gekk vel

Heilmikið fjör var á dráttarvéladegi og töðugjöldum í Sævangi í dag, þar sem á boðstólum var kaffihlaðborð, harmonikkuspil, fjölskyldufótbolti, leikir á vellinum og aksturskeppni. Alls tóku 16 keppendur þátt í akstursleikni á gamla Massey Ferguson sem átti að keyra í gegnum flókna þrautabraut með hliðum og keilum. Sigurvegarar í keppninni urðu Sævar Ólafsson kartöflubóndi á bænum Háf í Þykkvabænum á Suðurlandi og Svanhildur Jónsdóttir frá Steinadal í kvennaflokki. Stig allra keppenda eru birt hér að neðan ásamt fjölda mynda úr keppninni.

Endaði þrautin á að menn áttu að bakka með vagn að staur og gekk það misjafnt. Refsistig voru gefin fyrir minnstu mistök, eins og t.d. fyrir að drepa óvart á vélinni, bakka á staurinn, hitta ekki á planka, keyra á keilur, brautarstarfsmenn og drumba og eins ef spýtukallinn Ófeigur sem stóð í vagninum valt um koll. Refsistigin voru síðan lögð við aksturstímann í sekúndum og útkoman í því samanlögðu réði röð keppenda.

Keppendur í karlaflokki:

Keppendur Tími Refsistig            
  Sekúndur Keilur Drumbur Planki Súlan Bakkað Ófeigur Samtals
Sævar Óli Ólafsson 117 10           127
Guðbrandur Björnsson 103 10   15     10 138
Karl Þór Björnsson 109         20 10 139
Jón Vilhjálmsson 112 20       20 10 162
Jói 123 20 10       10 163
Hlynur Þorsteinsson 133 30   5       168
Jón Jónsson 95 50 10 5 10   10 180
Brynjar 118 30 10 5   20   183
Ívar 107 60 10 5 10   10 202
Guðmundur 113 50 10 5     drap á + 208
Pétur 126 80 10 5   20 10 251
Victor Örn Victorsson 166 60       20 10 256

Keppendur í kvennaflokki:

Keppendur Tími Refsistig            
  Sekúndur Keilur Drumbur Planki Súlan Bakkað Ófeigur Samtals
Svanhildur Jónsdóttir 144 50 10         204
Ásdís Jónsdóttir 144 40   5   20   209
Guðrún 197 60       20   277
Heiðdís Ingvarsdóttir 214 60 10 5   20   309

saudfjarsetur/580-drattarveladagur7.jpg

saudfjarsetur/580-drattarveladagur6.jpg

saudfjarsetur/580-drattarveladagur5.jpg

bottom

bottom

1

1

Ljósm. Agnes Jónsdóttir