22/12/2024

Danssýning á föstudag

Lífið á Ströndum hefur aldrei verið nær því að vera dans á rósum, en í þeirri viku sem nú er að líða. Fjöldi skólabarna í þremur aldurshópum hefur tekið þátt í dansnámskeiði í Félagsheimilinu á Hólmavík alla vikuna og á kvöldin mæta fullorðnir á svæðið og svífa um salinn. Dansskóli Jóns Péturs og Köru sér um að leiðbeina við danssporin. Á föstudaginn verður síðan danssýning þar sem skólabörnin sýna hvað þau hafa lært í danslistinni og hefst hún kl. 16:00 í Félagsheimilinu. Allir eru velkomnir.