30/10/2024

Dagbók frá 1918

Eitt af þeim verkefnum sem Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa og Sauðfjársetur á Ströndum unnu saman að á árinu 2018 var uppsetning sýningar og viðburðahald í Sauðfjársetrinu í Sævangi í tengslum við 100 ára fullveldisafmælið, undir titilinum Strandir 1918. Unnið var með fjölmargar heimildir til að varpa ljósi á líf og störf Strandamanna fyrir 100 árum, m.a. dagbækur. Ein þeirra var dagbók Þorsteins Guðbrandssonar á Kaldrananesi sem varðveitt er í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Jólaglaðningur Rannsóknasetursins og Sauðfjársetursins til Strandamanna snýst um að gera uppskrift á þessari dagbók frá árinu 1918 aðgengilega hér á vefnum, ykkur til fróðleiks og ánægju. Hægt er að skoða dagbókina frá 1918 og smá fróðleik um hana hér á vefnum strandir.saudfjarsetur.is eða hlaða niður og opna pdf-skjal með því að smella á tengilinn neðan við rammann á síðunni. Gerið þið svo vel – slóðin er: http://strandir.saudfjarsetur.is/thorsteinn-gudbrandsson-i-kaldrananesi-dagbok-1918.