30/10/2024

Bridge-vertíðin hafin

Félagar í Bridgefélagi Hólmavíkur eru byrjað að koma saman á hverjum þriðjudegi og spila bridge í Rósubúð, björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík. Spilað hefur verið tvö síðustu þriðjudagskvöld og hafa 10 manns mætt í hvort skipti. Fjölgar þátttakendum væntanlega nokkuð þegar líður á haustið. Allir sem vilja spreyta sig á spilamennskunni eru velkomnir í bridge og eru hvattir til að mæta á spilakvöldin.