22/12/2024

Breyttur opnunartími hjá Héraðsbókasafninu

Héraðsbókasafn Strandasýslu hefur auglýst breyttan opnunartíma, en nú verður opið alla virka daga frá 10:00-13:30. Einnig er opið á þriðjudagskvöldum frá 19:30-20:30. Fram kemur að bókasafnsskírteini kostar aðeins 2.900.- kr á ári og fjöldi bóka, tímarita, hljóðbóka, borðspila og myndbanda er til útláns. Einnig veitir bókasafnið þjónustu með millisafnalánum frá öðrum söfnum ef greinar eða bækur sem leitað er eftir fást ekki á safninu. Kristín S. Einarsdóttir tók við starfi forstöðumanns Héraðsbókasafnsins um áramótin.