22/12/2024

Bráðum koma blessuð jólin

ho2

Jólin nálgast óðfluga og það var jólalegt um að litast á Hólmavík í morgun, snjór yfir öllu og ljósin setja svip á bæinn. Jón Vilhjálmsson var að skreyta jólatréð við Hafnarbraut 21, en það setur jafnan mikinn svip á jólaskreytingarnar í bænum. Jólahlaðborðin á Café Riis standa yfir þessa dagana, hófust í gær og það verður fjölmennt á hlaðborðinu í kvöld. Félag eldri borgara verður svo með jólahlaðborð á sunnudagskvöldið. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is tók nokkrar myndir á Hólmavík í dag, enda fallegt veður.

ho3 ho1 ho4 ho5

Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson.