22/12/2024

Boltamót á Hólmavík 27. des.

580-bolti1

Fyrirtækjamót Geislans og HSS í knattspyrnu mun fara fram 27. desember og hefst kl. 12:00 (ef næg þátttaka fæst) í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar geta fyrirtæki og hópar sett saman lið og att kappi í knattspyrnu. Keppt verður eftir reglum KSÍ um innanhússknattspyrnu og Futsal (liðin fá reglur sendar við skráningu). Öllum er frjálst að að vera með, en skráningargjald er kr. 3000.- fyrir lið. Skráning og nánari upplýsingar á framkvhss@mail.com eða í síma 659-6229 fyrir 26. des. Strandamenn og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna og hreyfa sig duglega eftir jólaveislurnar. Meðfylgjandi mynd er söguleg, hér gefur að líta liðið FC Kolla sem stóð uppi sem sigurvegari í fyrsta innanhúsmótinu í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, haldið 31. desember 2004.