22/12/2024

Bollukaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Bollukaffi verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi á sunnudaginnkl. 14:00 -17:00. Þar verður bolluhlaðborð þar sem fólk getur borðað eins og það getur í sig látið af bollum – vatnsdeigsbollur með margskonar fyllingum, gerbollur og berlínarbollur. Aðgangseyrir að hlaðborðinu er kr. 1.500,- fyrir fullorðna, kr. 900,- fyrir 6-12 ára – og frítt fyrir yngri.