23/12/2024

Blíðskaparveður, en gengur á með éljum

Einstaklega fallegt veður var á Ströndum í dag, en þó gekk á milli á með dimmum éljum, svo vart sást milli augna, eins og karlinn sagði. Nú þegar kvölda tekur fer máninn fullur um geiminn og slær fölbleikri birtu á himinn og haf. Vegurinn norður í Árneshrepp var mokaður í dag og má því segja að Strandamönnum séu allir vegir færir í augnablikinu. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti af örfáum myndum á Hólmavík í dag.

Hólmablíða

frettamyndir/2011/640-holmablida2.jpg

frettamyndir/2011/640-holmablida1.jpg

Hólmavík um hávetur – Ljósm. Jón Jónsson