05/10/2024

Blessað barnalán sýnt um helgina

3

Gamanleikritið Blessað barnalán sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp í haust verður sýnt í félagsheimilinu á Hólmavík um helgina. Fyrri sýningin verður föstudagskvöldið 18. nóvember kl. 20 og seinni sýningin verður sunnudaginn 20. nóvember kl. 16. Blessað barnalán er bráðfjörugur gamanleikur eftir Kjartan Ragnarsson, en Guðbjörg Ása Jóns og Huldudóttir er leikstjóri. Miðasala er hjá Guðbjörgu í síma 659-5135 og eru leikhúsgestir hvattir til að panta sér miða tímanlega þar sem takmarkað sætaframboð er á hverja sýningu.

1 4 5 6

Frá æfingum – Ljósm. Eiríkur Valdimarsson