22/12/2024

Blái hnötturinn á Hólmavík

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík býður á sýningu á leikverkinu Blái hnötturinn í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 7. apríl klukkan 14:00. Verkið er unnið eftir bók Andra Snæs Magnasonar Blái hnötturinn. Nemendur hafa síðustu daga unnið að sýningunni á fjölbreyttan hátt með upplestri, leik, söng, dansi, myndlist, kvikmyndagerð, búningahönnun, hljóðvinnslu, tæknivinnu og skreytingum undir stjórn starfsmanna grunnskólans. Að sýningu lokinni hefst páskaleyfi en kennsla hefst aftur þriðjudaginn 18. apríl nk.

Meðfylgjandi mynd er af listsköpun skólabarna á Hólmavík fyrir árshátíð fyrir rúmum áratug.