22/12/2024

Björgunasveitin leitaði að bíl á Steingrímsfjarðarheiði

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík fór upp á Steingrímsfjarðarheiði í dag að svipast um eftir ökumanni sem hafði lagt á Steingrímsfjarðarheiði en ekkert spurst til. Bíllinn og ökumaðurinn fannst fljótlega og ökumaður heill á húfi. Sá hafði stöðvað bílinn og beðið í bílnum eftir hjálp þegar aðstæður leyfðu ekki að haldið væri lengra. Ekki var símasamband á þeim stað.

Vegir á Ströndum voru ekki opnaðir í dag og umferð lítil. Ófært er um Steingrímsfjarðarheiði og norður í Árneshrepp.