30/10/2024

Bjarni lagði Andra

Bjarni Ómar Haraldsson nýtti sér vel þau tækifæri sem voru í boði í tippleik strandir.saudfjarsetur.is um síðustu helgi. Hann og Andri Freyr Arnarsson voru ósammála um einungis tvo leiki og Bjarni hafði þá báða rétta, lokatölur urðu 9-7 honum í vil. strandir.saudfjarsetur.is þakka Andra fyrir þátttökuna og óska honum velfarnaðar í tippinu á árinu, en hann hefur þegar skorað á félaga sinn Kolbein Jósteinsson (Kolla) að kljást við Bjarna um komandi helgi. Með sigri um helgina nær Bjarni Jóni Jónssyni að stigum, en Jón hefur verið í 1. sæti frá upphafi leiksins. Jón mun þó halda fyrsta sætinu ef Bjarni sigrar, en ástæðan er sú að hann hefur gert fleiri jafntefli en Bjarni. Úrslit helgarinnar og stöðuna í leiknum má sjá hér fyrir neðan:

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2-3. Kristján Sigurðsson – 3 sigrar (1 jafnt.)                  
2-3. Bjarni Ómar Haraldsson – 3 sigrar (1 jafnt.)
4. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
5-6. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)
5-6. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
7. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
8. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
9. Andri Freyr Arnarsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
10-14. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
10-14. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar
10-14. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
10-14. Jóhann Áskell Gunnarsson – 0 sigrar
10-14. Sigurður Marinó Þorvaldsson – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

BJARNI

ANDRI

1. Birmingham – Arsenal

2

2

2

2. Everton – Man. City  

1

1

1

3. Bolton – Wigan

X

1

1

4. West Ham – Sunderland

1

1

1

5. WBA – Blackburn

2

X

X

6. Newcastle – Portsmouth

1

1

1

7. Middlesbro – Aston Villa

2

X

X

8. Man. Utd. – Fulham

1

1

1

9. Crewe – Reading  

2

2

2

10. C. Palace – Cardiff

1

1

1

11. Stoke – Preston   

X

X

2

12. Leicester – Wolves  

1

1

X

13. Southampton – Derby

X

1

1

 

 

9 réttir

7 réttir