30/12/2024

Bílar aðstoðaðir á Steingrímsfjarðarheiði


Samkvæmt frétt á visir.is er Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík nú á Steingrímsfjarðarheiði að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum. Þegar hafa tveir bílar farið út af og ökumönnum tveggja annarra þurftu aðstoð við að koma bílnum sínum niður af heiðinni. Ekki er mikill snjór á veginum en skyggni er afar slæmt. Samkvæmt teljurum Vegagerðarinnar hafa 240 bílar farið um Steingrímsfjarðarheiði í dag kl. 16:00, en 330 fram hjá Ögri við Ísafjarðardjúp. Björgunarsveitin mun verða við störf á heiðinni eitthvað fram á daginn.