22/12/2024

Beðið eftir útboðum

Síðastliðinn mánudag auglýsti Vegagerð ríkisins útboð á fyrstu vegagerðarverkefnum ársins, en athygli hefur vakið að frá því í desember síðastliðinum hafa auglýsingar á fyrirhuguðum útboðum ekki verið dagsettar eins og áður var á vef Vegagerðarinnar. Verkefni á Ströndum voru ekki í hópi þeirra sem boðin voru út á mánudaginn, en beðið er eftir útboði á vegagerð um Arnkötludal sem samgönguráðherra hefur boðað um þessi mánaðarmót. Einnig eru á lista verkefni á Drangsnesvegi og á hringveginum um Hrútafjarðarbotn. Samgönguáætlun 2007-2018 mun nú vera til skoðunar í stjórnarflokkunum en hefur ekki verið kynnt.