22/12/2024

Bangsadagur á bókasafninu

IMG_7968

Árlegur bangsadagur á Héraðsbókasafninu var haldinn með pompi og prakt á dögunum. Að venju var lesin bangsasaga og boðið upp á dýrindis bangsaköku á safninu og börn og fullorðnir sem mættir voru á svæðið áttu góða stund með böngsunum sínum sem þeir höfðu haft meðferðis á skemmtunina. Það er Svanur Kristjánsson á Hólmavík sem er forstöðumaður Héraðsbókasafns Strandasýslu á Hólmavík síðan í haust.

IMG_7948

IMG_7962

IMG_7938