22/12/2024

Balli aflýst á Café Riis

Café RiisÁður fyrirhuguðum dansleik í kvöld sem staðarhaldarar Café Riis á Hólmavík hafa auglýst undanfarið hefur nú verið aflýst. Að sögn Báru Karlsdóttur veitingastjóra fengu þau tilkynningu um það seint í morgun frá hljómsveitinni Napóleon sem hafði boðað komu sína að sveitin kæmi ekki. Aðspurð um ástæðu segir Bára að ekki hafi fengist skemmtanaleyfi á Patreksfirði í gærkvöldi og því hafi hljómsveitarmeðlimir ákveðið að koma ekki til Hólmavíkur. "Það hljómar skringilega, en svona er þetta", segir Bára. "Þetta er afar bagalegt fyrir okkur en við höfum auglýst dansleikinn mjög víða, og okkur finnst nú að hljómsveitin hefði getað tilkynnt okkur um þetta mikið fyrr, en ekki samdægurs".