22/12/2024

Aukið fé til hálkuvarna

Skafrenningur á StröndumSvæðisútvarp Vestfjarða greindi frá því á föstudaginn að samgönguráðuneyti hefði fallist á tillögur Vegagerðarinnar um auknar hálkuvarnir á þjóðvegum landsins. Auka á vetrarþjónustuna og uppfæra og betrumbæta verklag. Breytingar eru ekki útfærðar enn, en varla þarf að efast um að slíkar umbætur eiga eftir að hafa áhrif á vegum hér á Ströndum og breyta þeim vinnureglum sem í gildi eru hér. Kostnaður vegna þessara breytinga er áætlaður um 100 milljónir sem á að skila sér í bættu umferðaröryggi og lækkuðum viðhaldskostnaði á slitlagi í framtíðinni.