22/12/2024

Auglýst eftir menningarfulltrúa Vestfjarða

Menningarráð Vestfjarða sem nýlega var komið á fót hefur nú auglýst starf menningarfulltrúa Vestfjarða laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er miðað við að starfsemi hefjist frá og með 1. sept. 2007. Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti við fólk, er vanur sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í störfum. Skilyrði er að viðkomandi starfsmaður verði búsettur á Vestfjörðum.

Launakjör eru í samræmi við kjarasamninga BHM og er óskað eftir að umsóknir sendist til Menningarráðs Vestfjarða fyrir 20. júlí. Upplýsingar veita Gunnar Hallsson (s. 696 7316 – gunnarhalls@simnet.is) og Fjórðungssamband Vestfirðinga (s. 450 3001 – skrifstofa@fjordungssamband.is).

Starfssvið:

·      Dagleg umsýsla fyrir Menningarráð Vestfjarða.

·      Þróunarstarf í menningarmálum á Vestfjörðum.

·      Fagleg ráðgjöf og verkefnastjórnun.

·      Efling samstarfs á sviði menningarmála.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·      Háskólapróf eða sambærilegt nám, sem nýtist í starfi.

·      Skipulags- og stjórnunarhæfileikar.

·      Góðir hæfileikar í mannlegum samskiptum.

·      Þekking og reynsla af lista- og menningarstarfi.

·      Góð tölvu- og tungumálakunnátta.