23/12/2024

Árshátíð Átthagafélags Strandamanna

Árshátíð Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Gullhömrum, laugardaginn 16. janúar 2010. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega klukkutíma síðar. Veislustjóri verður Karl E. Loftsson. Auk glæsilegs þriggja rétta hátíðarkvöldverðar verða skemmtiatriði, þar sem m.a. kemur fram danspar frá Spáni, María Carlos Fernandos og Carlos Fernandos, Systrasextettinn syngur nokkur lög, auk leikþáttar og fjöldasöngs sem Ragnar Torfason stjórnar. Að borðhaldi loknu mun danshljómsveit Hauks Ingibergssonar, KLASSÍK leika gömlu og nýju danslögin.

Miðaverð er kr. 7.800.- og fer miðasala fram í Gullhömrum fimmtudaginn 14. janúar frá kl. 17:00-19:00. Hægt er að greiða félagsgjaldið, 1.200 kr. um leið og spara þannig seðilgjald. Miðar verða seldir á dansleik eftir borðhald eða frá kl. 23:30 á 1.500 krónur. Flest skemmtiatriðin eru heimatilbúin og miðaverðið það sama og í fyrra.