22/12/2024

Árneshreppur mætir Ölfusi í Útsvarinu

Nú er komið að annarri umferð í Útsvarinu, en Árneshreppur gerði sér lítið fyrir sigraði Sveitarfélagið Garð í september síðastliðnum í stórskemmtilegum spurningaleik Útsvars. Föstudag 16. desember fer önnur umferðin hjá Árneshreppi fram og er andstæðingurinn öflugt lið Ölfuss og búist við spennandi keppni. Í liði Árneshrepps eru Guðmundur Björnsson,  Birna Hjaltadóttir og Arnar Hallgrímur Ágústsson. Þeir velunnarar Árneshrepps sem hafa tök á að mæta í sjónvarpssal til að hvetja okkar lið áfram eru hvattir til að mæta í Efstaleitið. Meðfylgjandi mynd er nappað af vef RÚV.