23/12/2024

Ákveðið að auglýsa eftir sveitarstjóra í Strandabyggð

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var ákveðið að auglýsa starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Ásdís Leifsdóttir sem verið hefur sveitarstjóri frá árinu 2001 hefur þegar látið af störfum. Ákveðið hefur verið að leita til ráðningarstofu til að hafa umsjón með ferlinu. Oddvitar sveitarfélagsins verða til taks þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn og skrifstofa sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík er að sjálfsögðu opin að venju.