22/12/2024

Áfram Ísland

Nú sitja flestir landsmenn sem límdir við sjónvarpsskjáinn og horfa á íslenska landsliðið í handbolta etja kappi við Frakka um Ólympíugullið. Staðan er ekki sem best í augnablikinu (12-6 fyrir Frakka), en mikið er eftir af leiknum og telja má næsta víst að strákarnir okkar eigi eftir að sýna sitt rétta andlit og leikurinn eigi eftir að jafnast. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is sendir landsliðinu góða strauma og hamingjuóskir með frábæran árangur með meðfylgjandi mynd af stuðningsmönnum liðsins að fagna á Café Riis á Hólmavík í leiknum við Spánverja, en Kristján Jóhannsson tók myndina.

Áfram Ísland – ljósm. Kristján Jóhannsson.