22/12/2024

Æðarungarnir komnir á flot

Æðarkolla á OrystutangaFyrstu æðarungar sumarsins voru komnir á flot í morgun á Bæjarvíkinni á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Í fyrra voru fyrstu ungarnir komnir á flot á sama stað 1. júní og 31. maí árið þar áður. Þá sást til kollu sem var að leiða unga til sjávar á Tungugrafarvogunum í morgun. Einnig var kominn ágætur hópur af gæsum með gæsarunga við Miðdalsána í morgun. Ökumönnum er bent á að aka varlega þar sem vegurinn liggur um fuglavörp, eins og alls staðar annars staðar reyndar.