22/12/2024

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Patró

Fosshótel Patreksfjörður

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2015 verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði föstudaginn 9. október kl 18.00, með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf; Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár, endurskoðaður ársreikningur Ferðamálasamtaka Vestfjarða, drög að fjárhagsáætlun og verkefnaskrá, kosning þriggja stjórnarmanna og formanns stjórnar, kosning skoðunarmanna reikninga, stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020, tillaga um meðferð hluta í Vesturferðum, almennar umræður og önnur mál. Á meðfylgjandi mynd er nýtt Fosshótel á Patreksfirði.