26/12/2024

Aðalfundur Dagrenningar í kvöld

Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík verður haldinn í kvöld, föstudaginn 13. apríl. Hefst fundurinn kl 20:00 í húsi Dagrenningar á Hólmavík, Rósubúð. Allir eru hvattir til að mæta, en á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.