30/10/2024

Tíðarfar fyrir 40 árum

Nú þegar langt er liðið á sumarið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg – nánar tiltekið fjörutíu ár aftur í tímann. Fjölmargir hafa haft orð á því að sumarið á Ströndum í ár hafi verið frekar kalt og rigningasamt og yfirhöfuð ekkert sérstaklega gott, en þeir sem muna eftir því hvernig veðrið og tíðin var í lok ágúst fyrir 40 árum síðan eru vafalaust hæstánægðir með veðrið eins og það er í dag. Sr. Andrés Ólafsson, sem var í áratugi sóknarprestur á Hólmavík og fréttaritari Morgunblaðsins í fjöldamörg ár, lýsti tíðinni á Ströndum þann 27. ágúst 1965 einhvern veginn svona:

„Hér snjóaði í fjöll í nótt. Í morgun var 4 stiga hiti, NA-hvassviðri og rigning á láglendi. Nú er að lægja. Mér er ekki kunnugt um hvort meira hefur snjóað norðar á Ströndum, en í Kjörvogi var 1 stigs hiti. Ég sé ekki að kartöflugras hafi orðið fyrir skemmdum af frosti ennþá.
Aflabrögð hafa verið hér heldur rýr í sumar. Mjög lítið fengizt á dragnót og handfærabátar hafa aflað lítið. Þó virðist afli heldur að glæðast. – Andrés.“