Það var líflegt á danssýningu í Félagsheimilinu á Hólmavík í dag. Þar sýndu nemendur danskúnstir þær sem þeir höfðu lært hjá Jóni Pétri danskennara í vikunni. Þrír aldurshópar sýndu hvað í þeim býr á dansgólfinu, tjúttuðu og dönsuðu uppvakningadans við lagið Thriller eftir Michael Jackson og HM-lagið Wakawaka með Shakiru dunaði á meðan dansaður var frumsaminn Afríkudans eftir Jón Pétur. Gleði og glaumur ríkti í salnum og bros á hverju andliti.
Danssýning á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson