22/12/2024

Vegagerðin í Gautsdal gengur vel

Vegagerðin um Arnkötludal er hafin af krafti Geiradalsmegin og nú þegar er hægt að keyra dágóðan spotta eftir nýja veginum. Stórvirkar vinnuvélar eru á staðnum og gengur vel. Stysta leið fyrir Strandamenn til að berja dýrðina augum er um Laxárdalsheiði, því Tröllatunguheiði hefur enn ekki verið opnuð og nálgast þó júnímánuður óðfluga. Vonandi verður þó af því fyrr en síðar að sá vegur verði opnaður, svo þeir Strandamenn sem mest vit hafa á vegalagningu komist yfir heiðina til að gefa verktökunum góð ráð um framhaldið. Myndirnar segja meira en mörg orð.

Búkollur í biðstöðu

Hraðbrautin norður á Strandir

Gautsdalur frá nýju sjónarhorni

vegamal/580-arnkatla-mai4.jpg

Hraðahindrun framundan

vegamal/580-arnkatla-mai2.jpg

Þangað liggur beinn og breiður vegur, segir í kvæðinu

vegamal/580-arnkatla-mai5.jpg

Vegurinn um Arnkötludal – hmmm, minnir þetta nú ekki helst á Tröllatunguheiðina?

Búkollur í biðstöðu – Ljósm. Björn Samúelsson